Orðið var Guð (Jóh 1.1-18)
Bakgrunnsupplýsingar:
a) Ef það er fólk í hópnum sem þekkir ekkert til Biblíunnar þá leggjum við til að ekki sé byrjað á þessum kafla; hann er of erfiður fyrir byrjendur.
b) Aðeins ætti að spyrja spurninganna í svigunum ef enginn hefur svarað spurningunni á undan.
1. Orðið (vers 1-3, 14)
• Skýrðu með eigin orðum merkingu þessara fjögurra versa.
• Hvert heldur þú að sé gildi „orðsins“ í félagsskap/samfélagi tveggja persóna?
• Hvers vegna er „orðið“ það mikilvægasta í kristinni trú, mikilvægara en t.d. reynsla?
• Ef við ættum ekki orð Guðs hvernig gætum við þá þekkt Guð?
• Hvers vegna er Jesús kallaður orð Guðs?
2. Ljósið (vers 4-10)
• Hvað þýða vers 4-5?
• Hvað á ljós sameiginlegt með Jesú?
• Hvað þýðir það að myrkrið taki ekki á móti ljósinu? (5. vers. Sjá einnig ensku þýðinguna þar sem segir: „The light shines in the darkness, and the darkness has not overcome[a] it.“ Footnote: or understood.)
• Hvers vegna þekkti heimurinn ekki Jesú jafnvel þótt hann „skini“ sem ljós í myrkrinu (10. vers)?
3. Jóhannes skírari (vers 6-8)
• Samkvæmt þessum versum, hvert var hlutverk Jóhannesar?
• Hvað þýðir það að Jóhannes skírari hafi sjálfur ekki verið ljósið?
• Hvaða hafði gert Jóhannes svo auðmjúkan að hann sóttist sjálfur ekki eftir að verða „ljósið“?
• Berðu hlutverk Jóhannesar saman við þitt eigið hlutverk í ríki Guðs.
4. Heimurinn og Guðs börn (vers 9-13)
• Hvers konar staður er „heimurinn“ samkvæmt þessum versum?
• Hvernig verður maður Guðs barn samkvæmt þessum versum? (Hvers vegna verður enginn Guðs barn við fæðingu?)
• Ert þú nú þegar Guðs barn? Ef svo er þá hvernig? (Þú getur svarað þessu innra með þér.)
5. Vitnisburður Jóhannesar (vers 15-18)
• Segðu með eigin orðum það sem Jóhannes skírari vitnaði um Jesú.
• Getur þú sagt að orðin í 16. versi eigi við um þitt líf?
• Hvernig er, samkvæmt Jóhannesi, eina leiðin til að þekkja Guð?
• Í ljósi þessara versa hvað finnst þér um þá fullyrðingu að Gyðingar, múslimar og kristnir menn hafi allir sama Guð?
Glad Tidings-hugleiðing: Jesús og orðið er einn og sami hlutur. Ef þú tekur við orði Biblíunnar inn í líf þitt þá tekur þú á móti Jesú. Ef þú hafnar Biblíunni þá hafnar þú Jesú. Orð Jesú er ljósið sem skín í myrkrinu enn í dag. Það er aðeins með þessu orði sem þú getur þegið náð á náð ofan.
***
Downloads
Contact us
Webmaster